Matarholan

Það er víða að finna matarholur fyrir fyrirtækin af ólíklegustu gerðum.  Ég lagði á mig núna í morgunsárið að kíkja á þetta frumvarp fjármálaráðherra sem er núna í umfjöllun í þinginu.  Ég skil  þetta frumvarp þannig að fella eigi niður skatt af arði félaga af hlutabréfakaupum.  Það finnst mér dálítið einkennileg ráðstöfun.  Mér finnst að ríkið hafi staðið sig mjög vel í því að lækka skatta á fyrirtæki en ekki staðið sig eins vel í að lækka skattaálögur á einstaklinga.  En þegar ég les umsögn með frumvarpinu þá kemur fram að hér virðist vera um skatt að ræða sem fyrirtækin geta síðan frestað í það óendanlega að greiða í ríkissjóð??

----- 

Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

----Í skattskilum lögaðila kemur ekki fram hversu stór hluti tekna er vegna söluhagnaðar og liggur því ekki fyrir hversu mikill skattur er greiddur af honum. Eins og fram kemur í almennum athugasemdum við frumvarpið eru líkur á að skatturinn skili fremur litlum tekjum bæði vegna þess að í reynd er hægt að fresta skattlagningunni óendanlega og vegna þess að mörg íslensk félög hafa flutt eignarhald á hlutabréfum til landa sem ekki skattleggja söluhagnað.---

------ 

Ef ég skil þetta rétt þá eru semsagt núna í gildi lög um skatt um söluhagnað af hlutabréfakaupum félaga sem eru þannig að hægt er að fresta skattlagningu óendanlega og því hefur ríkissjóður ekki haft neinar skatttekjur af þessum hagnaði félaga.  Því er talið réttara að hreinlega fella þennan skatt niður.  Afar sérkennilegt mál í alla staði, en mjög skiljanlegt að enginn greiði skatt sem hægt er að fresta greiðslu á í það óendanlega - það er ljóst.  


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband