Fé og frami

Í blaðinu 24 stundir í dag á blaðsíðu 18 er lítil frétt í kafla blaðsins sem ber nafnið Fé og frami. Í henni greint frá því að raunveruleg ástæða fyrir því að konur í Bretlandi þéna minna en karlar sé sú að þær sinni frekar heimilisstöfum en karlarnir.  Barneignir hafa minni áhrif á laun.

Mér finnst þessi könnun og þessar niðurstöður athygliverðar.  Miðað við upplýsingarnar í 24 stundum var fylgst með 5000 breskum fjölskyldum í 15 ár þannig að hér er ekki um einhverskonar skyndi - slembi -  fimm mínútna símtalskönnun að ræða heldur áralangar rannsóknir.  Sem leiðir semsagt í ljós að giftar konur og konur í sambúð verja u.þ.b. 12 tímum á viku í heimilssstörf en karlar 4-5 tímum. Einhleypar konu verja að meðaltali 7 tímum í heimilisstörf en ekki kemur fram í fréttinni hve löngum tíma að meðaltali einhleypir karlar verja til heimilisstarfa.  

Einfalt reiknidæmi sýnir að með því að stofna heimili með öðrum aðila bæta konurnar á sig 5 tíma vinnu við heimilisstörf.  Mér finnst það verulega sorglegt að þær þurfi virkilega að bæta svona mikilli vinnu á sig við heimilisstörf bara með því að fara í sambúð með öðrum aðila.  Með þáttöku á vinnumarkaði vinnur meðalkonan frá kl. 9 á morgnana stanslaust til kl. 8 á kvöldin ef heimilisstörfin eru aðeins unnin hversdags. 

Það sér það hver maður að hver meðalkona hefur ekki mikinn þrótt eða kraft né getu eftir slíka meðaltörn að meðaltali allt árið um kring til þess að vera að standa í því að bæta við sig enn meiri vinni á vinnumarkaði ef hún þarf ekki nauðsynlega hvað þá að fara að standa í eltingarleik við frægðina. Niðurstaða könnunarinnar er að glíma kvennana í sambúð við innkaupapokann, þvottakörfuna og pönnuna gerir það að verkum að konur ná hvorki jafn miklu fé né frama og karlarnir sem þær eru í sambúð með.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband