Hver ákvað það?

Gott viðtal við Andreu Jónsdóttur í einhverju helgarblaðanna.  Þar segir hún m.a. frá því þegar hún vann við það að búta niður og pakka smjörfjallinu fræga hér um árið.  Hún komst að því að karlmennirnir sem voru unnu við hliðina á henni við smjörskurð og niðurpökkun voru á hærra kaupi en hún.  Andrea tók sig til og talaði við yfirmanninn og spurðist fyrir um það af hverju þeir væru á hærra kaupi við sömu vinnu og þá var henni svarað svo til að þeir væru á vaktavinnukaupi við þessa vinnu en hún ekki.  Þar með væru þeir á hærra kaupi en hún.  Og þá spurði Andrea - og hver ákvað það?

Ekki tókst Andreu að sannfæra yfirmanninn að hún ætti skilið að fá vaktavinnukaup fyrir sömu störf og karlarnir við hliðina á henni.  Yfirmanninum fannst ekkert ahugavert við það að konan hefði lægra kaup en strákarnir.  Hann ákvað það.   Las í gær að samkvæmt könnun í Þýskalandi eru konur þar almennt með 20% lægri laun en karlar.  Hver ákvað það??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þETTA ER ÓÞOLANDI

Hólmdís Hjartardóttir, 10.6.2008 kl. 08:33

2 Smámynd: Guðrún S Hilmisdóttir

Algjörlega - mér fannst þetta svo gott hjá Andreu, þarna fór hún í þetta mál sjálft og spurði bara - hver ákvað það -- þó að hún hafi síðan ekki fengið neitt út á það.  Mér finnst oft umræðan um launamun kynjanna fara út á þær brautir að launamunurinn sé ekki til staðar, eða sé ekki neinum um að kenna nema þá helst konunum.  Þær hafi ekki krafist hærri launa, séu ótraustur vinnukraftur, velji sér kvennastörf, vilji ekki vinna yfirvinnu, vilji ekki þetta eða hitt, nú einu sinni höfðu konur ekki næga menntun þó það sé nú ekki eins hægt að nota það í dag.  Yfirleitt gengur umræðan út á það að sé um misrétti að ræða  þá sé það öllu öðru um að kenna en vinnuveitendum eða atvinnurekendum.  Sem bera lang mestu ábyrgð á því að launamisrétti kynja viðgengst hér jafnt sem annars staðar.

Guðrún S Hilmisdóttir, 10.6.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband