Haddý Sverris.

Ég sá í sjónvarpinu mínu áðan að það er hún Haddý Sverris á Sauðárkróki sem er önnur konan sem sá stóra hvíta hreyfanlega blobbið við Bjarnarvötn á Skaga í gær.  Þekkti ekki hina konuna.  Ég hef hreinlega ekkert verið mikið að spegúlera í því hvort það gæti verið að enn einn hvítabjörninn væri genginn á land.  Hef svona frekar hallast að því að það gæti varla verið að svo væri.  En núna er ég orðin næsta fullviss um að það hljóti bara að vera þriðji hvítabjörinn fyrst þetta er hún Haddý sem sá þetta dýr.  Þarf að fara að kanna hvort hægt er að  fjárfesta í einhverskonar hvítarbjarnarýlu fyrir hana mömmu mína, þótt hún sé á gangi við Molduxa og birnirnir hafi ekki verið komnir þangað þessir tveir sem þegar eru fundnir þá er manni farið að verða um og ó um þetta bjarnarstand þarna hjá þeim í firðinum Skaga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haddý er alveg viss...annars hefði hún þagað. Og fyrst það var hún....þá er ég viss

Hólmdís Hjartardóttir, 23.6.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Guðrún S Hilmisdóttir

Einmitt, Haddý hefði snarþagað ef hún væri ekki viss.  Og þó að ekki finnist neinn hvítabjörn núna þá hefur hann bara falið sig eða er farinn á haf út.

Guðrún S Hilmisdóttir, 24.6.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband