Jafnlaunavottun

Ég get ekki að því gert en ég hef ekki mikla trú á þessu nýjasta jókerspili til að jafna laun kynjanna.  Jafnlaunavottun.  Hvaða ávinningur á að vera fyrir fyrirtæki til að fá þessa vottun ég spyr bara.  Núna viðgengst launamisrétti kynja í landinu hjá fyrirtækjum og stofnunum.  Þessi launamismunur viðgengst án þess að fyrirtæki eða hið opinbera skaðist á nokkurn skapaðan hlut.  Því í ósköpunum ættu þessi fyrirtæki og opinberar stofnanir að fara út í þann kostnað og naflaskoðun sem það væri að fá Jafnlaunavottun?  Nema það sé opinber stefna að opinberar stofnanir og fyrirtæki verði skyldug til að kaupa vörur og þjónustu aðeins af fyrirtækjum sem hafi slíka Jafnlaunavottun.  Að kaupa vörur og þjónustu frá fyrirtækjum sem ekki hefðu slíka vottun væri hreinlega bannað.  Þá etv. gæti slíkt fyrirbæri farið að bíta.  Fyrr ekki. 

En þá væri rétt að byrja á þar og setja slíkt bann í lög og reglugerðir.  Tímasetja það svona tvö ár fram í tímann.  Á þeim tíma ætti að gefast tækifæri til að koma á vottunarferlinu og votta fyrirtæki og hið opinbera í bak og fyrir.  Það er ef menn eru að meina eitthvað með þessu.  Sem eins og fram hefur komið ég hef ekki nokkra trú á.  Tel að hér sé verið að setja fram enn eitt jókerspilið á spilaborðið og að réttara væri að leiðrétta laun kvennastétta og kvenna og meta þeirra störf, nám og ábyrgð til jafns við karlastéttir og kara.  Byrja á því að leiðrétta laun ljósmæðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband