Kosningar

Þá eru kosningar framundan og frambjóðendur farnir að gefa sig fram.  Allir þeir frambjóðendur gefa á þessum hveitbrauðsdögum upp þau mál og stefnur sem viðkomandi stendur fyrir.  Það er allt gott og blessað og ekki nema gott eitt um það að segja.  Hins vegar hefur allt of oft illa farið fyrir öllum þessum góðu einstaklinsmiðuðu framboðsstefnum viðkomandi einstaklinga þegar og ef hann verður þeirra gæfu aðnjótandi að hljóta brautargengi til að setjast inn á hið háa Alþingi.  Þá taka þar við völd önnur sjónarmið og annað föruneyti en það sem var uppá teningnum í prófkjörs og kosningaslagnum.

Því þegar þú ert kominn inn fyrir dyr Alþingis sem kjörinn alþingismaður stjórnmálaflokks þá átt þú að hlýða stefnu flokksins hvað sem tautar og raular.  Hvað sem þú sem einstaklingur hafði þig í frammi í þinni kosningabaráttu, þá skiptir það engu.  Allir þeir alþingismenn sem nú sitja á þingi hafa allir sem einn verið vel brennimerktir af þessari flokkshollustu.  Eitthvað svo haltu kjafti og vertu sæt - legt að mínu mati.  Ég vona að ég sem kjósandi fái eitthvað mun betra val til að kjósa í komandi alþingiskosningum en ég hef haft síðustu kosningar.  Einnig finnst mér það vera grundvallaratriði að þeir flokkar sem bjóða sig fram til Alþingis gefi það upp í kosningabaráttunni með hvaða flokkum öðrum þeir vilji fara í stjórn.  Þetta gagna óbundinn til kosninga - bull - er eitt ógæfuspilið í spilastokk okkar lands.  Mig langar ekkert til þess að vera sífellt að kjósa einhverskonar dulbúinn framsóknarflokk.  Nei takk fyrir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband