Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Skjálftar
1.6.2008 | 09:10
Mér finnst ótrúlegt að fylgjast með skjálftavirkninni á Suðurlandi á heimasíðu Veðurstofunnar. Það hrisstist allt og skelfur ennþá þarna og jarðskjálftarnir raða sér eftir þessari sprungu sem búið er núna að fræða mann um að skjálftinn varð á. Á heimasíðunni getur maður líka fylgst með stærð skjálftanna og það eru ennþá að koma skjálftar öðru hvoru á svæðinu sem eru yfir 3 stig á Richter.
Það er vissulega spennandi pælingar í gangi varðandi það að geta sagt fyrir um jarðskjálfta og varað við þeim. Núna kom fyrst skjálftinn í Ingólfsfjalli uppá 3,2 stig og þá strax byrjaði skjálftahrina á svæðinu og svo kom stóri skjálftinn klukkutíma seinna.
Eins og Ragnar Skjálfti lýsti þessu þá voru menn á skjálftavaktinni að spá í spilin og að komast að þeirri niðurstöðu að eitthvað stærra gæti gerst þegar stóri skjálftinn kom. Ég tel næsta víst að með aukinni þekkingu, þéttara neti skjálftamæla og aukinni tæknivæðingu við að lesa úr óróamælingum og skjálftamælingum þá eykst möguleikinn á því að hægt verður með betri vissu að vara við möguleiga stærri skjálftum.
Það er vissulega ákveðin hætta fólgin í því að gefa út viðvaranir um að yfirvofandi sé einhver vá sem ekki reynist síðan rétt. Menn eru hræddir við úlfur, úlfur syndrómið og að ef slíkt gerist að menn hætti þá að taka mark á slíkum viðvörunum. Hins vegar held ég að ef menn geta skýrt út af hverju verið er að gefa út viðvaranir, að þá skilji fólk það betur og láti þá ekki viðvaranir sem vind um eyrun þjóta þótt að þeir atburðir sem varað er við gerist ekki. Ég hef fulla trú á okkar góða vísindafólki í jarðeðlisfræðinni og því að þau muni finni hinn gullna meðalveg viðvörunarmálunum. Það er líka spurning hvort ekki þarf að setja upp einhverskonar viðvörunarkerfi þannig að hægt væri að vara við með því að gefa út gult eða rautt hættustig eða einhvað þvílíkt ef eitthvað er í gangi í stað þess að þurfa að láta þeyta almannavarnaflauturnar. Ef þær eru þá ennþá til --
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta var þá sniðgengisskjálfti
29.5.2008 | 20:31
sem reið yfir á Suðurlandinu klukkan korter í fjögur í dag. Heyrði það í sjónvarpinu áðan. Ég vissi það strax og ég fann fyrir titringi í dag að um jarðskjálfta var að ræða en ekki sprenginu en sprengingar eru töluvert algengar við húsið sem ég vinn í. Mér fannst jarðskjálftinn vera langur og ætla aldrei að enda taka og var svona að farin að spá í það hvort ég ætti virkilega að fara að verða hrædd. Ég var stödd uppá fjórðu hæð og meðan á skjálftanum stóð þá var ég einnig að hugleiða það hve erfitt væri að koma sér út úr húsinu og einnig var ég að spá í það hvaða leið best væri að fara ef ég yrði að koma mér út. En skjálftinn tók enda og ég hélt ró minn. En hann var stór eða amk. 6,1 á Richter og þessi skjálfti var nærri höfuðborgarsvæðinu en 17. júní skjálftinn árið 2000. Allir sem ég hef talað við í dag eru sammála um að þessi skjálfti hafi verið sterkari hér í Reykjavík en 2000 skjálftinn.
Ég er ákveðin í því að mig dreymdi fyrir þessum skjálfta. En mig dreymdi drauminn ekki í nótt heldur í fyrrinótt. Ég vissi að þetta var vondur draumur en náði ekki alveg að skilja um hvað hann gæti verið og náði ekki heldur að bera drauminn undir pabba minn sem er sérlega flinkur draumráðningamaður. Svo illa sat draumurinn í mér í gær að ég sagði vinnufélögum mínum í gærmorgun þegar ég kom í vinnuna að ég hefði slæma tilfinningu fyrir deginum af því mig hefði dreymt illa. Ég lofaði að segja þeim drauminn í lok vinnudags en svo var alveg brjálað að gera í vinnunni og ég steingleymdi því í annríki dagsins. Hélt sannast að segja að draumurinn hefði eitthvað með allt það vinnuhafarí að gera og þar með var sá draumur afgreiddur. Vinnufélagarnir mundu þetta atvik eftir skjálftann í dag og voru ákveðnir í því að þarna hefði draumurinn komið fram. Samt voru þeir ekki búnir að heyra drauminn. En ég held satt best að segja að þetta sé bara hárrétt draumaráðning hjá þeim.Vísindi og fræði | Breytt 30.5.2008 kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hamfarir
13.5.2008 | 07:47
Það er lítið lát á hamförum í heiminum þessa dagana. Mér leist ekkert á blikuna þegar fyrstu fréttir komu af jarðaskjálftanum í Kína því stax var hann áætlaður um 7,8 -7,9 stig á richterskvarða. Ég var í gærkvöldi að sýna Jóhanni Hilmi hvernig richterskvarðinn er uppbyggður og við tókum einn skrans á því hvað er lógarítmiskt fall. Það er dálítið erfitt að átta sig á því hve orkan stækkar gríðarlega sem losnar við hvert stig sem ofar dregur í kvarðanum. Því er oft notað útskýringingarnar um hversu slæmar afleiðingar jarðskjálfta af þessari og þessari stærð geta orðið. Ekki ósvipað og útskýringar á vindhraða sem ég lærði einhvern tímann og fannst mjög skemmtilegar. Flagg bærist í vindi og allt það.
En aftur að Kína og jarðskjálftanum þar. Ég sá að enska wikipedia var þegar búin að setja upp síðu um jarðskjálftann. Þar er ýmiss fróðleikur svo sem um staðsetningu skjálftans en ég var að vona þegar fyrstu fréttir af skjálftanum bárust að hann hefði verið einhvers staðar í strjálbýli. Sem sýnir best vankunnáttu mína á Kína - er slíkur staður sé til í því fróma landi? Kannski í fjöllunum einhvers staðar. En skjálftinn var ekki í neinu strjálbýli því miður.
Stærð skjálfta sem er 7,9 er hægt að gera sér í hugalund með því að skoða eftirfarandi útskýringar í wikipedia á kvarðanum: 7.0-7.9 Major Can cause serious damage over larger areas. 8.0-8.9 Great Can cause serious damage in areas several hundred miles across.
Ég hef áður bloggað um upplifun mína af Skagafjarðarskjálftanum 1963. Stærð hans var um 7 stig en upptök skjálftans var útá firðinum Skaga. Dalvíkurskjálftinn árið 1934 var 6,4 stig á richter en upptök hans var eiginlega beint á Dalvík. Ég hef þessar upplýsingar úr þessu riti. Í þeim skjálfta urðu mjög miklar skemmdir á húsum á Dalvík og í Svarfaðardal en þó mest á Dalvík. Ég fann þessar upplýsingar á netinu um 17. júní skjálftann árið 2000, stærð hans hefur verið 6,5 stig. Þá urðu þó nokkrar skemmdir á húsum á Suðurlandinu.
Hér á Íslandi eru hús hönnuð og byggð til þess að standast ákveðnar hönnunarforsendur varðandi lárétta krafta. Ég þekki ekki til kínverskra álagsstaðla og hönnunarforsendna fyrir byggingu mannvirkja. En þessi jarðskjálfti í Kína var mjög stór og því ljóst um leið og fyrstu fréttir komu að þarna hefðu orðið rosalegar hamfarir og með hrikalegum afleiðingum eins og fréttir frá Kína bera með sér.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í um 20 km NV af Gjögurtá
8.4.2008 | 07:24
er jarðskjálftahrina í gangi. Samkvæmt upplýsingum um jarðskjálfta á heimasíðu Veðurstofunnar mældust margir skjálftar þarna í gær. Eitthvað hafa umbrotin dottið niður í nótt. Það hlýtur að vera rætt um málið við Ragnar Skjálfta um þessi umbrot og hvað þau þýða en hann er fluttur norður í Svarfaðardal.
Mér er mjög minnistætt þegar Óskar í Dæli sagðist sem barn hafa verið mjög hræddur við jarðskjálfta og snjóflóð. Ég hef aldrei verið hrædd við jarðskjálfta en ég man eftir mjög stórum skjálfta sem var á Húsavík. Held jafnvel að hann sé kallaður Húsavíkurskjálftinn, er samt ekki viss. Fólk þusti út úr húsunum sínum svo mikill var skjálftinn og ég man að mér fannst það merkilegt að sjá fólkið úti í myrkrinu í náttfötunum. Annað sem mér fannst merkilegt voru hljóðin sem fylgdu skjálftanum. Það voru nefnilega einhver einkennileg urghljóð sem komu úr jörðinni að því mér fannst. En ég var svo mikill krakki að í minningunni fannst mér þetta meira merkilegt allt þetta hafarí heldur en að ég hafi eitthvað orðið hrædd við skjálftann. Snjóflóð voru ekki rædd mikið á Húsavík í gamla daga og ekki var mikið um það umræðuefni í Borgarnesinu. En fólkið í Skíðadal þekkir til þeirra hörmunga sem snjóflóð og jarðskjálftar geta valdið.
Orkuveitan
2.2.2008 | 09:08
Jörðin skelfur
21.10.2007 | 10:28
Vísindi og fræði | Breytt 30.12.2007 kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tempó og tempó
27.6.2007 | 16:12
Komin með einn bloggvin, við Dögg Páls vorum saman í Menntó á hinni öldinni. Takk Dögg fyrir að samþykkja mig sem bloggvin. Er búin að leita og leita að Glóríunni á Google á þeim hraða sem mér líkar. Það hefur gengið heldur illa. Annað hvort er tempóið of hægt eða og hratt. En þetta youtubevídeó er næst þeim hraða sem mér finnst flottur á Glóríunni hans Vivaldi:
http://youtube.com/watch?v=ZAKdQAheiT4
Vísindi og fræði | Breytt 30.6.2007 kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)