Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Boltabullunnar sæludagar
17.6.2008 | 18:46
Heimsóknarvinur síðunnar hefur sent inn enn eina vísuna, þessi vísa heitir Boltabullunnar sæludagar og er ort við lagið Svantes lykkelige dag.
Boltabullunnar sæludagar
Ó þetta er indælt stríð
eilíf fótboltatíð.
Í sófanum uni ég sæll
sjónvarpsglápandi þræll.
Fótboltabullunum flest er í hag,
og ísbjörn líka í dag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigling
16.6.2008 | 17:06
Við fórum í gær í óvissuferð hjónin og enduðum á því að sigla niður Vestari Jökulsá í Vesturdal Skagafirði. Mér leist sannast að segja ekkert á blikuna og hefði að öllum líkindum ekki farið í þessa óvissuferð ef ég hefði vitað hvert ferðinni væri heitið. En óvissuferð er ekki óvissuferð nema maður viti ekki hvað á að gera. En þó ég væri hálfhrædd þá ákvað ég að láta hræðsluna ekki ráða för og dreif mig með í ,,léttari" ferðina. Ég hélt að þá ætti maður jafnvel að fara á land og bera bátinn þar sem væru flúðir og þess háttar en svo var ekki. Bátarnir sem fóru léttari ferðina fóru niður sömu á og hinir bátarnir sem fóru í það sem kallað var alvöru ferð.
Það er fyrirtækið Hestasport-Ævintýraferðir sem býður upp á þessar ferðir. Það var fjölskrúðugur hópurinn sem voru leiðsögumenn okkar og stjórnendur í bátunum. Tveir voru frá Nepal, einn frá Englandi, ein stúlka var frá Sauðárkrók og önnur stúlka var þarna erlend, veit ekki hvaðan hún er. Okkar skipper var Cris frá Kanada sem hefur víða unnið sem leiðsögumaður í flúðasiglingum. Hann mælti með ferð í Austari Jökulsá en hún er í erfiðisklassa 4. Hann var duglegur að plögga hann Cris og mælti sérstaklega með 3ja dag ævintýraferðinni sem boðið er uppá. En mér fannst bara gaman að sigla á Vestari Jökulsá þótt ég hefði verið smeik og mér datt alls ekki í hug að hoppa fram af klettinum né fara í sundsprett ánni. Ég mæli bara svo sannalega með svona ferð og ég gæti alveg tekið það upp að fara einhvern tímann í ferð í Austari Jökulsána. Núna þegar maður orðinn reynslunni ríkari.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skógrækt
15.6.2008 | 09:10
Þetta finnst mér áhugavert verkefni, þótt mér finnist kannski ákveðin bjarsýni í því að ætla að skila landinu til baka eins og það var á fyrstu árum byggðar í Skagafirði. Veit ekki alveg hvort það er hægt en finnst það alveg tilraunarinnar viðri að reyna það. Ég hef farið á þessar slóðir með pabba og mömmu og einu sinni með Pétri frænda, þá fórum við um Vesturdal og alla leið uppá hálendið. Pétur var þá á einhverjum bens eða álíka og keyrði og keyrði eins og hann komst á bensanum. Enduðum uppá hálendi og horfðum á jöklana. Ég man ekki eftir að hafa séð einhverja skógarleyfar á þeirri ferð.
Ég hef einnig farið aðeins í Austurdalinn, en þá fórum við að skoða gilin þar sem eru anski hrikaleg. Veit ekki hvort þessi Brimnesskógur er einhverstaðar þar nálægt? En þar sá maður svo sem eina og eina hríslu sem kúrði sig á grastó þar sem kindur komust ekki að.
Endurheimta hinn forna Brimnesskóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 16.6.2008 kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tangó týnd
14.6.2008 | 09:15
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
James Blunt
13.6.2008 | 08:00
Þá er maður búinn að prófa að fara á tónleika í nýju Laugardalshöllinni ég fór á tónleika James Blunt í gærkvöldi. Þetta voru fínir tónleikar hjá honum byrjuðu þó ekki fyrr en korter yfir átta en þá voru Íslendingarnir líka ennþá að mæta á staðinn. James Blunt setti kraft í þetta og söng og söng og söng, prógramið var búið klukkan tíu og allir út.
Ég skemmti mér mjög vel, finnst lögin hans mörg vera mjög góð og svo er hann hörku söngvari og gaf ekkert eftir í gærkvöldi. Það kom mér amk. dálítið á óvart hvað þessir tónleikar voru rokkaðir. Eitt atriði var dálítið súrrelistískt, allt í einu stökk hann út í sal og sveif á nokkra áhorfendur og kyssti og kramdi. Mér fannst frekar fyndið hvernig ég sjálf brást við þessum aðförum tónlistarmannsins ég hugsaði bara þegar hann kom þarna hlaupandi út í sal hvað er hann að gera maðurinn. ..
Lögin, flutningurinn og hann sjálfur fá hjá mér 10 í einkunn en aðstaðan einhvern veginn, salurinn og eitthvað í hljómnum eða mixinu eða ég veit ekki alveg fá ekki alveg eins háa einkun þannig að heildareinkunn tónleikanna er 8 á mínum skala. Hann var sífellt að fá fólkið í salnum til syngja með og ég tók eitthvað undir. Mér fannst eitthvað fyndið við tilfæringar og hreyfingar hans á sviðinu hann var að klifra uppá hljómfærunum og hoppa eitthvað út og suður svolítið eins og Rúnar Júl í Húsafelli í eld gamla daga. Ég hafði svo sem ekki yfirsýn yfir alla tónleikagesti en held að ég hafi séð tvær konur á mínum aldri. Í lokin voru allir staðnir upp og bara fjör í laginu 1973 en það lag sem mér finnst hafa verið eftirminnilegast eftir tónleikana er lagið No bravery sem hann samdi held ég muni rétt að ég hafi lesið á netinu á tuttugu mínútum eða svo þegar hann sem hermaður var í Kosovo. Fínt kvöld, flottur söngvari og góður lagasmiður.
No bravery
There are children standing here,
Arms outstretched into the sky,
Tears drying on their face.
He has been here.
Brothers lie in shallow graves.
Fathers lost without a trace.
A nation blind to their disgrace,
Since he's been here.
And I see no bravery,
No bravery in your eyes anymore.
Only sadness.
Houses burnt beyond repair.
The smell of death is in the air.
A woman weeping in despair says,
He has been here.
Tracer lighting up the sky.
It's another families' turn to die.
A child afraid to even cry out says,
He has been here.
And I see no bravery,
No bravery in your eyes anymore.
Only sadness.
There are children standing here,
Arms outstretched into the sky,
But no one asks the question why,
He has been here.
Old men kneel and accept their fate.
Wives and daughters cut and raped.
A generation drenched in hate.
Yes, he has been here.
And I see no bravery,
No bravery in your eyes anymore.
Only sadness.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á sjó
12.6.2008 | 07:23
Mér finnst gaman að fara á sjó með með honum pabba en núna er langt síðan ég fór síðast út á Fjörðinn Skaga að veiða. Pabbi fer ekkert á sjó nema það sé rétt átt í Skagafirðinum, þe. ekki norðanátt og svo þarf líka að hafa verið einhver veiði. Þegar við skreppum á Krókinn og gefum okkur tíma til að stoppa þar þarf því að hittast á þetta tvennt. Plús að báturinn þarf að vera sjófær en ekki í ,,slipp".
Þorskurinn úr Skagafirði er hin besta búbót fyrir heimilið en það er ekki nóg með að draga fiskinn að landi það þarf að gera að og vinna hann í neytendavænar pakningar þ.e. flaka, roðfletta, beinsnyrta og pakka. Skipstjórinn pabbi hefur oft stoppað af veiðina og tekið stímið í land þegar búið er að veiða 40-50 fiska í veiðiferðinni. Því hann veit sem svo hver lendir í því að flaka fiskinn sem er hann sjálfur. Ég hef aldrei verið góð að flaka það verður að játast. Ég fékk aldrei það verkefni þegar ég vann í fiskinum í gamla daga og hef ekki komist almennilega uppá lagið með að flaka og sá þáttur fiskvinnslunnar á Víðigrundinni lendir á pabba og mömmu. En ég get svo sem roðflett, snyrt og pakkað, nokkuð góð í því. En skipperinn hann er með kvótann á hreinu hvað hann nennir að flaka í hvert sinn per hverja veiðiferð og stoppar af veiði þegar sá afli er kominn um borð. En þó ég komist ekki á sjóinn sjálf þá eru pabbi og mamma dugleg við sjósóknina þegar þannig viðrar og veiðist og senda okkur oft fisk. Stundum eru þau búin að salta sem er ekki verra. Frystur glænýr, nætursaltaður eða saltaður þorskur úr Firðingum Skaga er mjög góður. En þó að það sé gott og fá fiskinn si svona eiginlega tilbúinn á diskinn frá þeim á Króknum þá væri gaman að komast á sjó og veiða eitthvað í sumar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lán og lán
11.6.2008 | 07:11
Las í Fréttablaðinu í morgun frétt þess efnis að nú sé vonast til að lánadrottnar nái samkomulagi um fjármögnun á fasteigna og þróunarfélaginu Nýsi sem talið er skulda um fimmtíu milljarða. Ef ég skil þessa frétt rétt þá gat Nýsir ekki fengið lán til að geiða afborganir af lánum sínum í upphafi mars sl. og hafa farið fram viðræður og vinna við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins þar sem stefnt sé að því að ljúka málinu með greiðslu á 40-50% af kröfum. Fréttin endar á því að talið sé mikilvægt að bregðast við á ábyrgðan hátt því mikið sé í húfi.
Ég er alveg handviss um það að það margborgar sig að bregðast við á ábyrgan hátt í þessu máli og einnig að mikið sé í húfi fyrir alla aðila. Mér finnst líka sjálfsagt að bankakerfið bregðist síðan þegar þessi afgreiðsla verður í höfn við á jafn ábyrgan hátt þegar aðrir aðilar en Nýsir lenda í greiðsluerfiðleikum með afborganir af lánum sínum og í lausafjárerfiðleikum Að öllum lánþegum bankakerfisins sem eiga í slíkum erfiðleikum verði þá boðin þjónusta um viðræður og samninga um aðgerðir til að leysa úr stöðunni þar sem uppi á borðum verði tilboði frá kröfuhöfum um að ljúka kröfum með greiðslu 40-50% krafna. Það er réttlátt og réttsýnt.
Hver ákvað það?
10.6.2008 | 08:20
Gott viðtal við Andreu Jónsdóttur í einhverju helgarblaðanna. Þar segir hún m.a. frá því þegar hún vann við það að búta niður og pakka smjörfjallinu fræga hér um árið. Hún komst að því að karlmennirnir sem voru unnu við hliðina á henni við smjörskurð og niðurpökkun voru á hærra kaupi en hún. Andrea tók sig til og talaði við yfirmanninn og spurðist fyrir um það af hverju þeir væru á hærra kaupi við sömu vinnu og þá var henni svarað svo til að þeir væru á vaktavinnukaupi við þessa vinnu en hún ekki. Þar með væru þeir á hærra kaupi en hún. Og þá spurði Andrea - og hver ákvað það?
Ekki tókst Andreu að sannfæra yfirmanninn að hún ætti skilið að fá vaktavinnukaup fyrir sömu störf og karlarnir við hliðina á henni. Yfirmanninum fannst ekkert ahugavert við það að konan hefði lægra kaup en strákarnir. Hann ákvað það. Las í gær að samkvæmt könnun í Þýskalandi eru konur þar almennt með 20% lægri laun en karlar. Hver ákvað það??
og tónleikar
9.6.2008 | 09:06
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónleikar, tónleikar og tónleikar.
6.6.2008 | 07:05
Búin að kaupa miða á Bræðsluna, jess Borgarfjörður eystri hér kem ég með öllu mínu liði. Ætlum að tjalda annað hvort á tjaldstæði eða í garðinum hjá Silla. Algjör skyldumætin á Náttúru tónleikana í Laugardalnum 28. júní með Björk, Sigur Rós og Ólöfu Arnalds. Fann þetta myndband með Ólöfu Arnalds að flytja lagið Klara á Youtube í gær en finn textann því miður ekki á netinu. Síðan er ég einnig að spá í að skella mér í Skálholt fimmtudaginn 10. júlí og hlusta þar aftur á Vespers eftir Rachmaninoff í flutningi Hljómeykis.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)