Ósáttar hjúkkur
27.4.2008 | 12:49
Hitti nokkar hjúkkuvinkonur mínar og fékk beint í æð þeirra útlistun á uppsögnum hjá hjúkkum og almennt um ástandið á spítölunum. Ekki góð yfirhalning það. Alltaf verið að spara og spara og færa saman deildir um helgar til að spara. Þegar síðan upp er staðið þá verður ekki neinn sparnaður af öllum þessum tilfæringum aðeins erfiðleikar og þá sérstaklega fyrir sjúklingana. Síðan segir ein þeira: Svo koma út tekjublöðin og þar sér maður svart á hvítu hvað hinir og þessir aðilar sem maður er að vinna með hafa í tekjur. Uppgefnar útreiknaðar tekjur þessara aðila í tekjublöðunum eru í allt öðru veldi en það sem hjúkrunarfræðingarnir bera úr býtum eftir árið.
Ein þeirra sagði að nýútskrifaður sonur sinn væri byrjaður að vinna í banka og þar væri launaleynd en hann hefði þó getað sagt henni að hann væri með tölvert hærra fastakaup en móðirin sem er með margra áratuga starfsreynslu við vinnu á sjúkrahúsum og framhaldsnám í hjúkrun að baki.
Það er bersýnlega mikill vandi á höndum innan heilbrigðiskerfisins svo mikið er víst. Þar takast á stálin stinn og ekkert gefið eftir. Alltaf á að spara og spara en samt á þjónustan að vera fyrsta flokks. Spurning hvort vandinn er ekki stærri en svo að lausn hans felist í því að berja á hjúkrunarfræðingunum?
Íslenski fáninn
25.4.2008 | 11:02
var hér dreginn að hún í gær að tilefni dagsins. Mér finnst íslenski fáninn mjög fallegur og vildi óska að fleiri flögguðu. Ég veit að mjög margir eru með fánastöng við sumarbústaðinn sinn og flagga fánanum þar og það finnst mér flott. En mér finnst vanta fleiri fánastangir í garðana í þéttbýlinu. Við Gunnar vorum í brasi í fyrsta sinn sem við stóðum að því ein og sér að flagga, höfðum ekki fundið þessa fínu síðu þar sem farið er í gegnum aðferðina. Hún er svo sem ekki flókin en við vorum ekki alveg með þetta á hreinu en vorum svo heppin að nágranni okkar hann Geir sá til okkar hjónanna og bjargaði málum.
Danir eru mjög duglegir að nota fánann sinn, Dannebrog, og flagga honum allstaðar sem þeim dettur í hug og nota fánalitina, hvítt og rautt óspart við hin og þessi tækifæri. Danir eru nefnilega alls ekkert kærulausir og ,,ligeglad" eins og svo margir Íslendingar halda fram að þeir séu. Danir eru mjög passasamir um ýmsa hluti sem skipta miklu máli í sambandi við samkennd og svona ákveðna góða tegund af þjóðarstolti. Það þarf ekkert að vera rembingur þótt maður vilji hag sinnar þjóðar sem bestan og haldi upp merki þjóðarinnar. Ég held líka að ef við erum einlæg í okkar samhug og þjóðarstolti sé engin hætta á því að þjóðin tapist þó komi til aukinnar samvinnu við önnur lönd Evrópu.
Þakhrafninn minn sem hefur fengið nafnið Krúnkarinn er mættur á svæðið. Hann virðist ekki hafa fundið kvenhrafninn ennþá. Hann er hér fyrir utan gluggann hjá mér núna með sínum furðuhljóðum. Ætla rétt að vona að einhver krummadís fari að gera vart við sig.
Krummi krunkar úti
24.4.2008 | 11:33
hér upp í þakrennu utan í húsinu mínu með mjög sérkennilegum hljóðum og athöfnum. Meira hvað krumminn er stór svona í nágvígi. Hann er í mjög skrítnu skapi þessi Reykjavíkurhrafn og hagar sér einkennilega. Situr uppí þakrennunni sem er allt of lítil fyrir hann og er eitthvað að gogga í þakið og krunkar og krunkar með rámri hrafnsrödd. Gunnar segir að þetta sé einhver ungkrummi sem sé að gera hosur sínar grænar fyrir kvenfugli sem ég hef ekki séð ennþá. Þar kom skýringin á þessum sérkennilegheitum öllum saman mér var svona hálft í hvoru ekki alveg farið að standa á sama um þennan furðufugl.
Furðulegir fuglar hrafnar og svo hafa þeir gaman af því að stríða hundum. Hef oft séð það í sveitinni og finnst það reyndar alveg óborganlega fyndið. Að sjá virðulegustu sveitahunda sem eru vel skikkaðir og alaðir og að því manni finnst bara sæmilega vel gefnir af hundum að vera láta krumma gabba sig til að elta sig geltandi niður eftir öllum túnum eins og asna trekk í trekk í vonlausum eltingarleik við fuglinn fljúgandi er betri sekmmtun en góð Chaplin ræma.
Mér fannst ekkert skemmtilegt að horfa á fréttirnar í gærkvöldi verð að játa að ég varð hálf skelkuð að sjá alla þessa reiði sem fólkið sleppti lausu í gær. Ætla að vona að menn finni nýjar aðferðir við að koma boðskap sínum og mótmælum á framfæri.
En sumarið er komið - gleðilegt sumar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Foreldrar og börn
23.4.2008 | 07:15
Mér finnst vinnudagur barna hér á landi allt of langur en ástæða þessa langa vinnudags barna er einfaldlega langur vinnudagur foreldra. Af hverju vinna foreldrar svona lengi? Það eru í mínum huga tvær ástæður fyrir því, margir þurfa að vinna langan vinnudag til þess að hafa í sig og á. Hin ástæðan að mínu mati er sú tregða sem er á vinnumarkaði að hafa fólk í hlutastörfum.
Eftir að sonur okkar kom í heiminn og fæðingarorlofið var uppurið hafði ég áhuga á því að við hjónin gætum minnkað við okkur vinnu helst bæði tvö en að öðrum kosti annað hvort okkar. Við fórum bæði og ræddum við okkar vinnuveitendur um það hvort þetta væri einhver möguleiki. Ekki að ræða það var svarið á báðum stöðunum. Við vorum bæði ráðin í 100% störf og það var ekkert til viðtals að það væri eitthvað hægt að breyta því tímabundið. Ég varð mjög skúffuð yfir þessari afstöðu hjá þessum tveimur vinnuveitendum en ég veit að þeir eru ekkert einsdæmi hvað þessa afstöðu varðar.
Ég tel að það væri miklu betra fyrir börnin ef foreldrar gætu unnið hlutastarf þannig að annað hvort foreldrið gæti verið komið heim klukkan þrjú hvern dag. En íslenskt atvinnulíf getur ekki tekist á við slíkan vanda að hafa fólk í hlutastarfi. Ef þeir Íslendingar sem hafa ung börn á framfæri sína færu að vinna hlutastörf þá fer íslenskt efnahagslíf á hvolf. Til þess að halda uppi blómlegu atvinnulífi verður því að setja foreldrum stólinn fyrir dyrnar og krefjast þess að þeir skili amk. 100% starfshlutfalli.
Vorhreinsun
21.4.2008 | 17:59
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Magni og táningarnir
20.4.2008 | 08:11
Gærdagurinn var mikill tónlistardagur hjá mér og það sérstaka við daginn var að tónlistin var að miklu leiti flutt af táningum. Fyrst heyrði ég í unglingum úr Hagaskóla flytja lög úr uppfærslu þeirra á Bugsy Malone. Mér fannst þau standa sig prýðilega. Síðan brunuðum við í Hafnarfjörðinn að hlusta á afrakstur framhaldsskólakóramóts á tónleikum sem haldnir voru í Flensborgarskóla. Syninum leist nú ekkert á blikuna þegar við sáum tónleikaskrána en tónleikarnir byrjuðu klukkan hjálf fimm og samkvæmt dagskránni áttu þeir að standa til klukkan sjö. Það fannst Jóhanni Hilmi full mikið á sig lagt, þó hann vildi gjarnan hlusta á systur sína. Ég sagði við hann að við gætum alveg farið fyrr ef okkur leiddist mikið.
Til að gera langa sögu stutta þá leiddist okkur náttúrulega ekki neitt, mjög gaman á þessum tónleikum og mikil fjölbreytni og tónleikarnir stóðu samt til klukkan tíumínutur í sjö. En ég sem sérstakur Magna aðdáandi verð samt að segja að mér fannst rosalega gaman að því að hann kom þarna fram ásamt kór Fjölbrautaskóla Suðurlands en kórinn, ásamt hljómsveit og Magna eru að undirbúa Queen sýningu sem þau verða með í maí.
Lög þeirra Queen manna eru mjög flott og ekki heiglum hent að syngja lögin. En mér fannst flutningur laganna þriggja takast vel hjá kór, hljómsveit og Magna. Verður örugglega gaman að þessum fyrirhuguðu tónleikum þeirra í maí. Set hér inn eitt lagið sem þau voru með þarna.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir gullæðið
19.4.2008 | 09:50
Emmylou Harris, Dolly Parton og Linda Ronstadt þe. the Trio syngja hér á tónleikum hið frábæra lag Neil Youngs After the Gold Rush. Ég fann textann á netinu og ef maður fylgist með í laginu hjá Tríóinu þá er aðeins búið að breyta honum svona smá. Mér finnst þær allar frábærar söngkonur þessar þrjár sem eru hér saman komnar. Veit ekki hvort þær eru mikið að troða upp saman sem Tríóið en ég hefði ekkert á móti því að komast á tónleika með bara einhverri af þeim eða þeim öllum saman það væri náttúrulega toppur.
After the Gold Rush.
Well, I dreamed I saw the knights in armor coming, saying something about a queen.
There were peasants singing and drummers drumming and the archer split the tree.
There was a fanfare blowing to the sun that was floating on the breeze.
Look at mother nature on the run in the nineteen seventies.
I was lying in a burned out basement with the full moon in my eyes.
I was hoping for replacement when the sun burst thru the sky.
There was a band playing in my head and I felt like getting high.
I was thinking about what a Friend had said I was hoping it was a lie.
Well, I dreamed I saw the silver space ships flying in the yellow haze of the sun,
there were children crying and colors flying all around the chosen ones.
All in a dream, all in a dream the loading had begun.
They were flying mother nature's silver seed to a new home in the sun.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miða á tónlistarhátíðina Bræðsluna
18.4.2008 | 16:05
Damion Rice leikur í Bræðslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Byggingavöruverslanir
18.4.2008 | 08:55
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverjir eru bestir?
17.4.2008 | 06:48